English below

Frá árinu 1981 hafa Einar Örn Benediktsson og Bragi Ólafsson unnið saman sem tónlistarmenn, textahöfundar og útgefendur. Þeir stofnuðu saman hljómsveitina Purrk Pillnikk, ásamt Friðriki Erlingssyni og Ásgeiri Bragasyni, og voru báðir meðal stofnmeðlima útgáfufélagsins Smekkleysu SM árið 1986. Samhliða því störfuðu þeir saman í hljómsveitinni Sykurmolarnir til 1992. Smekkleysa SM, sem vantar aðeins þrjú ár í að verða fertug, er enn í fullu fjöri sem útgáfa, auk Smekkleysu-plötubúðar og útgáfumiðstöðvar við Hjartatorg og Hverfisgötu í miðbæ Reykjavíkur. Allt frá upphafi hefur Smekkleysa SM gefið út bækur, jafnt ljóð sem skáldsögur, en einnig bækur sem tengjast menningararfi félagsins.

Út úr mátunarklefanum er önnur bók Einars og Braga sem þeir vinna saman. Einar hefur einnig teiknað myndir á kápur annarra bóka Braga, bæði ljóðabóka og skáldsagna. Fyrri bók þeirra félaga kallast Mátunarklefinn og aðrar myndir, en í því smáriti eru prósar og teikningar, hvort um sig sjálfstæð verk. Um svipað leyti gaf Bragi út hjá Smekkleysu smáritið Fjórar línur og titill, safn fjögurra lína ljóða með titli. Það má því segja að Út úr mátunarklefanum – fleiri fjórar línur og þrefalt færri fjórlínungar sé sjálfstætt framhald þessara tveggja smárita, þótt í þetta skiptið sé formatið mun stærra, eins konar tímaritabrot. Verk höfundanna í þessu bókverki eru sem áður sjálfstæð verk, en tengjast þó á sterkan hátt í anda, enda hafa Einar og Bragi, eins og áður segir, þekkst mjög lengi og átt í mjög nánu samstarfi sem listamenn.

Með Út úr mátunarklefanum má segja að höfundarnir séu endanlega komnir út úr klefanum, eftir að hafa tekið sér góðan tíma til að velja sér viðeigandi búning.

Bókin fæst hér

English //
Since 1981, Einar Örn Benediktsson and Bragi Ólafsson have worked together as musicians, lyricists, and publishers. They founded the band Purrk Pillnikk, together with Friðrik Erlingsson and Ásgeiri Bragasson, and were both among the founding members of the publishing company Smekkleysa SM in 1986. At the same time, they worked together in the band Sykurmolarnir until 1992. Smekkleysa SM, who is only three years short of turning forty, is still in full swing as a publisher, as well as the Smekkleysu record store and publishing center at Hjartatorg and Hverfisgatu in downtown Reykjavík. Ever since the beginning, Smekkleysa SM has published books, both poetry and novels, but also books related to the company’s cultural heritage.

Leaving the Fitting Room is Einar and Bragi’s second book which they have done together. Einar has also drawn pictures on the covers of Bragi’s other books, both poetry books and novels. The previous book of the partners is called Mátunarklefinn og other pictures, but in that book, there are prose and drawings, each an independent work. At about the same time, Bragi published the pamphlet Fjórar línur og titil by Smekkleysa, a collection of four-line poems with a title. It can therefore be said that Leaving the Fitting Room – more four lines and three times less four lines is an independent continuation of these two tracts, although this time the format is much larger, a kind of magazine fragment. The works of the authors in this book are, as before, independent works, but strongly connected in spirit, as Einar and Bragi, as mentioned before, have known each other for a very long time and had a very close collaboration as artists.

With Leaving the Fitting Room, you can say that the authors have finally come out of the fitting booth, after taking a lot of time to choose the appropriate attire.

And here is your copy

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.