Og teikningarnar eru komnar!

Þá er ég búinn að taka sýninguna okkar Curvers Tveggja turna hjal niður sem var í Listamenn Gallerí í síðasta mánuði. Sýningin var aðeins lengur en fyrst var áætlað. Það var gaman að sýna þessar teikningar. Og er ég þakklátur fyrir þær móttökur sem ég fékk. Í framhaldi af sýningunni er ég búinn að setja nokkrar myndir uppí í vefgalleríið mitt sem er líka vefbúð. Þar er hægt að skoða áfram. En það eru líka myndir enn hjá Listamönnum Gallerí. Auðvitað er ekki annað hægt.
Skrítna við vefbúðina er að íslendingar geta ekki keypt þar, en það er líka allt í lagi, þar sem teikningar eru í galleríinu og ég sjálfur auðvitað í Reykjavík.

Teikningar frá Tveggja turna hjali eru hér.