Það vill svo til að ég er einn af stofnendum Smekkleysu. Ég skrifaði undir eitthvað plagg. Ég kallaði þetta plagg síðar „ljóðrænt plagg“. En það þýðir að ekkert mark er takandi á því. Það sem ég man af því var að það átti að stofna útvarpsstöðina Útvarp Skratti. Það varð aldrei af því. En saga Smekkleysu er ekki búin. Og hver veit nema þetta fari í gegn síðar. Ég skal vera dagskrárkynnir. Í Smekkleysuplagginu var, minnir mig, líka talað um að það væri nauðsyn að hafa aðhald í fjármálum félagsins. Ég kom nú reyndar aldrei nálægt þeirri deild og er ekki hluthafi. Þessi klausa um fjármál bendir til að félagar Smekkleysu ætluðu sér að taka félagið alvar lega. Ég gat þó ekki tekið þetta alvarlega. Hvernig sem stendur á því. Og það er athyglisvert að einsog ég las mikið upp texta með Kuklinu þá las ég aldrei upp á tónleik um Sykurmolanna. Reyndar er kannski ein ástæðan sú að þau voru eiginlega alltaf í útlöndum. Málið var að þau urðu heimsfræg og hurfu.
Þór keypti sér kadilakk og viðrúntuðum um bæinn. Það er ótrúlegt að vera inni í þessum bílum þegar þeir taka beygjur. Þeir eru svo stórir.
Um þessar mundir breyttist sálarástand mitt úr mónó í stereó. Einhverskonar deliríum. Ég fór með Sykurmolunum til Englands þegar þau gengu á milli fyrirtækja og voru boðnir samningar. Þau héldu líka tónleika. Hljómsveitin okkar Þórs Hið afleita þríhjól hitaði upp á einum tónleikanna. Fólk drakk mikið bjór. Gist var á fimm stjörnu hóteli með marmaraklósetti. Þetta var heldur en ekki upp á við í veröldinni. En það er synd frá því að segja að við urðum að ganga á jörðinni. Það uxu engir vængir á liðið. Það var líka að gera liðið geðveikt þessar klausur í samningum um eitthvað sem kallað er “artistic control”. Smáa letrið varð ansi stórt. Hver ræður? Nú plötufyrirtækið. Eða að það vill að minnsta kosti ráða öllu. En Sykurmolarnir létu þá ekki komast upp með það. Eða hvað? Kapítalismi! Nóg til að gera hvern mann gráhærðan fyrir aldur fram. Við búum á jörð sem er eitt alsherjar skrifstofubákn. Að vera seldur eins og súpudós er ekki geðsleg tilhugsun. Þess vegna var Einar Örn svo frábær. Hann er að eðlisfari tregur í taumi.

Smekkleysa gaf út bókina mína Byggingin. Þessi setning datt niður úr bókinni (hreinlega datt niður af blaðsíðunni): „... hvað er ykkar póletík spraut ur og spenna spennitreyjur í pilluformi eru nei takk ekki fyrir mig ...“. Þessi setning er í kaflan um sem byrjar á þessari furðulegu setningu: „Tómt hús í hrá um bein um egg.“ Og kemur á eftir setningar brotinu: „Mikill misskiln-“ Ekki veit ég hvað þar á að standa en næsta blaðsíða byrjar á „takk ekki fyr ir mig.“ Til að byrja með sótti ég fundi Smekkleysu. Það var gat í fyrir tæ inu. Miklar hugmyndasprengingar áttu sér stað en alltaf kom að þessu gati. Það er merkilegt hvað heimurinn breytist og hvað sumt getur orðið að mikilli fortíð, nánast önnur pláneta. Það er það sem hefur komið fyrir frægðarbrölt
Sykurmolanna. Þetta er ævintýri sem gerðist einhvern tíma á síðustu öld. Og hver er niður staðan? Eins og Octavio Paz sagði: „Við þurf um fólk sem þorir að standa eitt.“
by: Jóhamar

It so happens that I’m one of the founders of Bad Taste. I signed some charter. Later I called it “the poetic charter”, meaning that you can’t really take it seriously. What I remember from it was that we were supposed to start a radio station, Devil Radio. It never happened. But the story of Bad Taste isn’t finished. Who knows, it might still happen. And I’ll be an announcer. In the Bad Taste charter it was, as I remember, mentioned that it was necessary to have restraint in financial matters. I didn’t come near that area, I wasn’t a shareholder. This section about finances suggests that the members of Bad Taste intended to take the group seriously. I couldn’t take it seriously though. For whatever reason. And it was interesting that though I often did readings at Kukl shows, I never did one at a Sugarcubes show. Actually one reason was that they were always abroad. The deal, though, is that they became world famous and disappeared. Thór bought a Cadillac and we’d drive around town. It’s unbelievable being in these cars when they take turns. They’re so big.
Around this time my spiritual life switched from mono to stereo. Some sort of delirium. I went with the Sugarcubes to England when they they were being offered record contracts by various companies. They held some concerts too. Hid afleita thríhjól - Thór and I - opened one of the shows. People drank a lot of beer. We stayed at a five-star hotel with marble bathrooms. It was definitely a step up in the world. But unfortunately we still had to walk on the ground. Nobody grew any wings. These contract clauses about “artistic control” were driving everyone crazy too. The
small print was pretty big. Who’s in charge? The record company now. Or at least they wanted to control everything. But the Sugarcubes didn’t let them get away with that. Or what? Capitalism! It’s enough to make anyone grey-haired before their time. We live on a planet that’s a giant bureaucracy. Being sold like a can of soup isn’t a really enticing thought.

That’s why Einar Örn was so great. His nature is to be a free spirit.
Bad Taste put out my book Byggingin [The
Structure]. This sentence was cut out of the book
(it literally dropped off of one page): “... what’s your politics injections and excitement straitjackets in pill form aren’t for me, thanks...”
This sentence is in a chapter that begins with
this strange sentence: “An empty house in a raw
straight egg.” Then comes the sentence fragment: “A great misunderst-” I don’t know what’s supposed to be there but the next page begins with “aren’t for me, thanks.” At the beginning I’d go to Bad Taste meetings. There was a hole in the company. There were great explosions of ideas there, but always this hole.
It’s something how the world changes and how
some things become the deep past, almost another planet. That’s what’s happened to the fame days of the Sugarcubes. It’s an adventure that happened sometime in the last century. And what’s the conclusion?
As Octavio Paz said: “We need people who dare
to stand alone”.